Skagastelpur fá Grindavík í heimsókn á morgun

05.09 2015

Meistaraflokkur kvenna fær Grindavík í heimsókn á Norðurálsvöllinn á morgun en leikurinn hefst kl. 12:00. Þetta er fyrri leikur liðanna í undanúrslitum 1. deildar kvenna en með því að vinna þessa leiki tryggir ÍA sér sæti í Pepsi-deild kvenna á nýjan leik eftir árs fjarveru. Því er um mjög mikilvægan leik að ræða fyrir ÍA að nýta heimavöllinn vel.

 

Við hvetjum Skagamenn að mæta á leikinn á Norðurálsvöllinn á morgun og styðja stelpurnar okkar til sigurs. 

Til baka