Skagastelpur fá Hauka í heimsókn á morgun

07.08 2015

Meistaraflokkur kvenna mætir Haukum í áttunda leik ÍA í 1. deild á Norðurálsvelli á morgun en leikurinn hefst kl. 14:00. Fyrri leik liðanna í sumar lauk með 1-0 sigri Hauka og það er eini tapleikur ÍA í riðlinum. Stelpurnar náðu svo jafntefli gegn HK/Víking í síðustu umferð og þær þurfa góðan sigur á morgun til að halda sig í efri hluta riðilsins en þrjú stig eru í Hauka sem eru fyrir ofan okkur í þriðja sæti riðilsins. Því verður um erfiðan en mikilvægan leik að ræða.

 

Við hvetjum Skagamenn til þess að mæta á morgun á Norðurálsvöll og styðja stelpurnar okkar til sigurs.

Til baka