Skagastelpur gerðu jafntefli við FH

14.03 2016

Meistaraflokkur kvenna spilaði um helgina leik við FH í Lengjubikarnum í Akraneshöll. Þetta var fyrsti leikur beggja liða í B riðli mótsins. Töluverð barátta var í fyrri hálfleik og tók það leikmenn beggja liða nokkurn tíma að komast í takt við leikinn. Nokkur álitleg marktækifæri litu dagsins ljós og það vantaði lítið upp á ÍA næði að skora en það gekk ekki í fyrri hálfleik sem var markalaus.

 

Seinni hálfleikur hófst af krafti og Skagastelpur ætluðu sér ekkert annað en ná forystu í leiknum. Það gekk eftir á 61. mínútu leiksins þegar Bergdís Fanney Einarsdóttir skoraði með góðu skoti. Eftir markið komst FH betur í takt við leikinn og fór að ógna meira. Það skilaði sér í jöfnunarmarki á 71. mínútu. Eftir þetta reyndu bæði lið að ná sigurmarki og skapaði ÍA sér góðar sóknir en náði ekki að nýta sér þær. Leikurinn endaði því með jafntefli 1-1.

Til baka