Skagastelpur í landsliðsverkefni

08.09 2015

Núna 15.-20. september mun U19 ára landslið kvk halda til Sviss í undankeppni fyrir EM2016. Skagastelpurnar Aníta Sól Ágústsdóttir og Bryndís Rún Þórólfsdóttir hafa verið valdar í hópinn. Við erum stolt af okkar stelpunum, óskum þeim góðs gengis og trúum að þær verði sjálfri sér og félaginu til sóma.

Undankeppnin er leikin í ellefu fjögurra liða riðlum og í riðli með Íslandi eru Georgía, Grikkland og Sviss. Tvö efstu liðin úr riðlinum fara áfram í næstu umferð undankeppninnar sem verður leikin 5.-10. apríl 2016, og mögulega munu einhver 3. sætis lið tryggja sér áframhaldandi þátttöku. Það er svo ekki fyrr en eftir síðari undankeppnina sem það kemur í ljós hvaða átta lið tryggja sér þátttökurétt í lokakeppninni sem fara mun fram í Slóvakíu 19.-31. júlí.

Til baka