Skagastelpur mæta Haukum á morgun

17.06 2015

Meistaraflokkur kvenna mætir Haukum í þriðja leik ÍA í 1. deild á Schenkervellinum að Ásvöllum á morgun en leikurinn hefst kl. 20:00. Mikill hugur er í stelpunum en þær hafa byrjað tímabilið vel með einn sigur og eitt jafntefli og eru í harðri toppbaráttu. Haukar hafa unnið tvo leiki en tapað tveimur svo sigur kemur stelpunum í ágæta stöðu.

Við hvetjum Skagamenn til þess að mæta á morgun að Ásvöllum og styðja stelpurnar okkar í baráttunni um að komast aftur í Pepsi-deildina.

Til baka