Skagastelpur mæta HK/Víking á morgun

12.06 2015

Meistaraflokkur kvenna mætir HK/Víking í annarri umferð 1. deildar kvenna á Norðurálsvellinum á morgun en leikurinn hefst kl. 13:00. Mikill hugur er í stelpunum en þær unnu Augnablik í fyrstu umferð þar sem þær áttu góðan leik. HK/Víkingur hefur unnið báða sína leiki í deildinni svo um algjöran toppslag er að ræða.

Við hvetjum Skagamenn til þess að mæta á morgun á Norðurálsvöllinn og styðja stelpurnar okkar í baráttunni um að komast aftur í Pepsi-deild kvenna þar sem þær eiga heima.

Skilaboð frá heimaleikjahópnum:

 

Kaffi og happdrætti í hálfleik á 500 kr. fyrir Skagamenn og stuðningsmenn HK/Víkings.
Maður leiksins í leik mfl. kvenna ÍA-HK/Víkingur fær að gjöf gjafakort upp á augasteinamyndatöku fyrir tvo. Hvert auga kemur í stærð 30x30 í hágæða svörtum Nielsen ramma.
Listamaðurinn er Marella Steinsdóttir sem er nýútskrifuð með BA gráðu í Fashion Photography and Styling frá London College of Fashion. Hún er nú flutt heim á Akranes eftir 7 ára búsetu í London.
Augasteinamyndir Marellu eru innblásnar af verkum Marc Quinn - Eye of History.
Allir á völlinn á morgun kl. 13 og styðjum liðið okkar!
Sjáumst.
Dýrfinna Torfadóttir
Jóhanna Hugrún Hallsdóttir
Sigríður K. Valdimarsdóttir
Bjarnheiður Hallsdóttir
Katrín Leifsdóttir

Til baka