Skagastelpur mæta Keflavík á morgun

01.07 2015

Meistaraflokkur kvenna mætir Keflavík í fimmta leik ÍA í 1. deild á Nettóvellinum í Keflavík á morgun en leikurinn hefst kl. 20:00. Stelpurnar stóðu sig virkilega vel í síðasta leik þegar þær unnu ÍR/BÍ/Bolungarvík 5-0 og þær þurfa góðan sigur á morgun til að halda sig í toppbaráttunni en þrjú stig eru í HK/víking sem er á toppnum.

Við hvetjum Skagamenn til þess að mæta á morgun á Nettóvöllinn í Keflavík og styðja stelpurnar okkar í baráttunni um að komast aftur í Pepsi-deildina.

Til baka