Skagastelpur sigruðu Álftanes í æfingaleik

21.03 2015

Skagastelpur sigruðu Álftanes 2:1 í æfingaleik sem fram fór í Akraneshöllinni í gærkvöldi.

Það var Maren Leósdóttir og sjálfsmark Álftanesstelpna sem kom Skagastelpum í 2:0, en Álftanes náði að minnka muninn undir lokin.

Þórður Þórðarson, þjálfari sagði að hann hefði leift þeim leikmönnum sem hefðu minna fengið að leika að undanförnu að spreyta sig í leiknum .  Hann sagði að leikurinn hefði verið kaflaskiptur og margt sem hefði hann verið ánægður með.  En fyrst og fremst var þetta æfingaleikur þar sem flestir leikmenn hópsins fengu tækifæri.
 

Til baka