Skagastelpur sigruðu Álftanes í æfingaleik
21.03 2015Skagastelpur sigruðu Álftanes 2:1 í æfingaleik sem fram fór í Akraneshöllinni í gærkvöldi.
Það var Maren Leósdóttir og sjálfsmark Álftanesstelpna sem kom Skagastelpum í 2:0, en Álftanes náði að minnka muninn undir lokin.
Þórður Þórðarson, þjálfari sagði að hann hefði leift þeim leikmönnum sem hefðu minna fengið að leika að undanförnu að spreyta sig í leiknum . Hann sagði að leikurinn hefði verið kaflaskiptur og margt sem hefði hann verið ánægður með. En fyrst og fremst var þetta æfingaleikur þar sem flestir leikmenn hópsins fengu tækifæri.