Skagastelpur stefna á efstu deild að nýju.

02.01 2015

Þórður Þórðarson þjálfari meistaraflokks kvenna og U-19 ára landsliðs kvenna er bjartsýnn á gott gengi stelpnanna  í barátunni um að endurheimta  sæti sitt í deild þeirra bestu að nýju  næsta sumar. En stelpurnar léku í efstu deild s.l. sumar en féllu að þessu sinni og ætla sér ekkert annað en að komast upp að nýju.

„það kvarnast aðeins úr hópnum hjá okkur frá því í sumar.“ sagði Þórður.  „Guðrún Karitas Jónsdóttir er genginn til liðs við íslandsmeistara Stjörnunnar.  Alexandra Guðmundsdóttir er hætt  knattspyrnuiðkun og óvíst er með  Heiðrúnu Guðmundsdóttur sökum meiðsla.
En á móti kemur að Heiður Heimisdóttir er byrjuð að æfa með okkur eftir tveggja ára fjarveru og vonumst við til þess að hún gæti orðið okkur góður liðsstyrkur.  Síðan erum við leita að markverði til þess að styrkja hópinn en þau mál munu væntanlega ekki skýrast fyrr en síðar í vetur.“

Þórður sagðist vera fullur bjartsýni með gengi liðsins næsta sumar. Stelpurnar ættu að hafa alla burði til þess  að vera með í toppbaráttu 1.deildar.  „Þær léku æfingaleik gegn liði Fjölnis nú í  desember og sigruðu nokkuð örugglega ,3:1. En Fjölni er spáð velgengi í 1.deildinni. n.k. sumar.  Þá er Faxaflóamótið framundan og fyrsti leikurinn er gegn liði Selfoss í Akraneshöllinni  n.k. föstudag.

Eins  og komið hefur fram þá var Þórður Þórðarson ráðinn þjálfari kvennaliðs íslands U-19 ára nú  í haust. „Þetta er að sjálfsögðu mikill heiður fyrir mig að fá tækifæri til þess að þjálfa landslið Íslands.“ sagði Þórður. „Ég er fullur tilhlökkunar fyrir verkefninu og  hef ég  valið 22-24 stelpur í úrtakshóp til æfinga í vetur fyrir verkefnin sem framundan eru.“
Þórður sagði að í þessum hópi væru þrjár stelpur frá ÍA, en endanlegur hópur verður svo valinn síðar í vetur.

Þórður sem  hefur orðið mikla reynslu sem þjálfari og þjálfaði  m.a. meistaraflokk Skagamanna í karlaflokki með góðum árangri og var yfirþjálfari yngri flokka ÍA um tíma,  er samt ekki óvanur að þjálfa stelpurnar.
„Ég hóf minn þjálfaraferil á sýnum tíma með því að taka að mér þjálfun 4.flokks kvenna hjá ÍA . Þannig að þetta er ekkert nýtt fyrir mér“ sagði Þórður.
 

Til baka