Skagastelpur valdar í landsliðið

20.04 2016

Þann 5. maí næstkomandi mun U17 ára landslið kvenna halda til Finnlands og taka þar þátt í móti á vegum UEFA. Leiknir verða þrír leikir á tímabilinu 6.-10. maí og eru andstæðingarnir, auk gestgjafa Finna, Svíþjóð og Rússland.

 

Frá ÍA hafa þær Bergdís Fanney Einarsdóttir og Fríða Halldórsdóttir verið valdar inn í landsliðshópinn sem tekur þátt í mótinu. Þetta er í fyrsta skipti sem þær fá tækifæri til þess að sýna hvað í þeim býr í landsleikjum. Þær stöllur gera víðreist þessa dagana, en þrátt fyrir ungan aldur hafa þær verið að taka skrefið inn í Meistaraflokk kvenna og eru því nýkomnar heim frá Svíþjóð með þeim.

 

Við óskum stúlkunum til hamingju með tækifærið og erum fullviss um að þær verði sjálfum sér og félaginu til mikils sóma. 

Til baka