Skagastúlkur gerðu 3-3 jafntefli gegn FH

29.07 2014

Skagastúlkur mættu í kvöld liði FH á Norðurálsvellinum í stórskemtilegum leik sem endað með 3-3 jafntefli. Það voru gestirnir úr Hafnarfirði sem náðu frumkvæðinu í leiknum með marki á 3 mínútu en i kjölfarið kom góður leikkafli hjá Skagaliðinu með tveimur mörku en mörkin tvö skoraði Maren Leósdóttir. Þar við sat í hálfleik og þær gulklæddu með 2-1 forystu.

 

FH liðið byrjaði seinni hálfleikinn betur og náði að jafna leikinn á 62 mín leiksins. Skagaliðið náði aftur forystunni á 83 mín leiksins þegar Guðrún Karítas átti flotta aukapyrnu í þverslánna á marki gestanna en frákastið hirti Laken Duchar Clark og kom hún boltanum í netið og staðan þá orðin 3-2 fyrir þær gulklæddu. Þegar hér var komið við sögu leit allt út fyrir fyrsta sigur Skagaliðsins á tímabilinu en gestunum tókst að jafna á síðustu mínútum leikins og lyktaði leiknum því með 3-3 jafntefli og fyrsta stig stúlknanna í Pepsi-deildinni komið í hús.

 

Viðtal við Þórð Þórðar þjálfara ÍA má sjá hér:  http://www.fotbolti.net/news/29-07-2014/thordur-th-svekkjandi-ad-na-ekki-thremur-stigum

Til baka