Skagastúlkur mæta Augnabliki í kvöld

27.05 2015

Meistaraflokkur kvenna mætir Augnabliki í fyrstu umferð 1. deildar kvenna á Norðurálsvellinum í kvöld en leikurinn hefst kl. 20:00. Mikill hugur er í stelpunum eftir langt og strangt æfingatímabil en þær stóðu sig vel í nýafstöðnum Lengjubikar þar sem þær unnu meðal annars Val og Aftureldingu.

Við hvetjum Skagamenn til þess að mæta í kvöld á Norðurálsvöllinn og styðja stelpurnar okkar í baráttunni um að komast aftur í Pepsi-deild kvenna þar sem þær eiga heima.

 

Skilaboð frá heimaleikjahópnum:

Kaffi og happdrætti í hálfleik á 500 kr. fyrir Skagamenn og stuðningsmenn Augnabliks.
Maður leiksins fær fallega keramikbolla og könnu að gjöf frá Maríu Kristínu Óskarsdóttur (Maju Stínu) en hún útskrifaðist sem keramiker frá Århus Kunstakademi árið 2008 og er kennari við Grundaskóla á Akranesi. Verk Maju Stínu má sjá á keramikvinnustofu hennar í Samsteypunni að Mánabraut 20, Akranesi, en þar deila nokkrir listamenn vinnustofu.
Allir á völlinn og ekki missa af kaffinu í hálfleik!
Sjáumst.

Dýrfinna Torfadóttir
Jóhanna Hugrún Hallsdóttir
Sigríður K. Valdimarsdóttir
Bjarnheiður Hallsdóttir
Katrín Leifsdóttir

Til baka