Skaginn mætir FH

20.05 2015

Skagamenn eiga fyrir höndum hörkuleik í kvöld gegn FH-ingum í 4 umferð Pepsi-deildar karla.


Leikurinn hefst kl 19.15 og fer fram á Kaplakrikavelli. Búast má við verðugu verkefni fyrir drengina okkar en FH-ingar sem höfðu hafið mótið með tveimur sigrum töpuðu fyrir Valsmönnum í síðustu umferð á meðan Skagamenn gerðu 1-1 jafntefli við lið Víkinga.


Við hvetjum Skagamenn til þess að fjölmenna í Hafnarfjörðinn og hvetja drengina í baráttunni sem framundan er.


Áfram ÍA.

Til baka