Skaginn mætir Fjölni í kvöld í Borgunarbikarnum

03.06 2015

Skaginn á leik í kvöld gegn liði Fjölnis-manna í 32-liða úrslitum Borgunarbikarsins. Leikurinn fer fram á Norðurálsvellinum og hefst hann kl. 19.15.


Eftir ágæta byrjun Skagamanna á tímabilinu og fína spilamennsku í fyrstu þremur leikjum deildarkeppninnar þá hafa þrír tapleikir í röð fylgt í kjölfarið. Síðasti tapleikur var einmitt gegn Fjölnismönnum í Grafarvoginum og er því lag fyrir strákanna að svara fyrir sig í leiknum í kvöld. Gunnlaugur Jónsson er bjartsýnn fyrir rimmu kvöldsins: „Bikarleikurinn leggst mjög vel í okkur. Það er gott að fá leik svona stuttu eftir tapleikinn gegn Fjölni og það skemmir ekki að mótherjinn sé sá sami.   Stemmningin í hópnum er mjög góð þrátt að við höfum ekki fengið réttu úrslitin í síðustu leikjum en við erum staðráðnir í að þjappa okkur saman og vinna leikinn í kvöld. Við erum meðvitaðir að við þurfum að leggja meira á okkur og við munum gera það í kvöld.“ sagði þjálfarinn í stuttu samtali við vefsíðu félagsins.


Strákarnir þurfa á okkar stuðningi að halda í kvöld til þess að rétta við gengið og hvetjum við Skagamenn til þess að fjölmenna á leikinn í kvöld.

Til baka