Skaginn mætir KR í Frostaskjólinu

14.06 2015

Á morgun klárst 8. umferð Pepsi-deildar karla þegar Skagamenn halda í Frostaskjólið og mæta liði KR-inga á Alvogen-vellinum. Leikurinn hefst kl. 19.15 og má búast við hörkuviðurreign fyrir okkar drengi.

KR-liðið vermir 5. sæti deildarinnar eftir tap í síðustu umferð gegn liði Valsmanna á meðan Skagaliðið dvelur í 10. sætinu með 5 stig eftir markalaust jafntefli gegn liði Fylkis-manna í 7. umferðinni.

Búast má við krefjandi verkefni fyrir okkar drengi en Gunnlaugur Jónsson þjálfari Skagmanna hafði þetta að segja fyrir komandi viðurreign: „Við spenntir fyrir því að fara á KR völlinn á mánudag, það er alltaf gaman að spila þar og við erum klárir í slaginn. Við erum ánægðir með hvernig liðið fór inní Fylkis leikinn, eftir 4 tapleiki og komnir með bakið upp við vegg þá sýndum ákveðið andlit í leiknum. Liðið vann vel fyrir hvorn annan allan leikinn og voru tilbúnir að berjast fyrir úrslitum og þó við höfum ekki unnið leikinn þá var þetta sterkt stig eftir slaka leiki þar á undan. Við þurfum að fara óhræddir á KR völlinn, ná upp sömu stemmningu og gegn Fylki  þá munum við á í úrslit.“ sagði Gulli í stuttu spjalli við heimasíðu félagsins.

Við hvetjum Skagamenn til þess að fjölmenn á Kríuna í Frostaskjólið og hvetja þá gulklæddu til sigurs í þessum hörkuleik.

Til baka