Skaginn mætir Leikni í toppslag

22.08 2014

Laugardaginn 23. ágúst fer fram 18. umferðin í 1. deild karla en þá mæta Skagamenn liði Leiknis á Leiknisvelli og hefst leikurinn kl. 14.00. Ljóst er að um sannkallaðan toppslag er að ræða enda verma liðin tvö efstu sæti deildarinnar en Leiknisliðið hefur sjö stiga forskot á Skagaliðið og hefur ekki enn tapað leik heimavelli sínum á tímabilinu.

Skagaliðið hefur 33 stig í öðru sæti deildarinnar og getur með sigri styrkt stöðu sína í baráttunni um sæti í efstu deild og í senn saxað á forskot Leiknismanna. Nóg verður um að vera í höfuðborginni þessa helgina þar sem Menningarnótt og Reykjavíkurmaraþonið fer fram og því kjörið tækifæri fyrir Skagamenn að skella sér í bæinn og taka leikinn í leiðinni. Það er mikið undir í þessum leik eins og áður sagði og drengirnir þurfa á okkar stuðning að halda.

Fjölmennum á leikinn og styðjum strákanna til sigurs. Áfram ÍA.

Til baka