Skaginn mætir Stjörnunni í 1. umferð Pepsi deildar karla

22.11 2014

Fundur formanna og framkvæmdastjóra var haldinn í dag í höfuðstöðvum KSÍ en þar var m.a. dregið í töfluröð Pepsi-deildar karla fyrir næstkomandi tímabil.


Lið Skagamanna býður krefjandi en skemmtilegt verkefni í fyrstu umferð þegar lið Íslandsmeistaranna úr Garðabænum kemur í heimsókn á Norðurálsvöllinn á Akranesi.
Í kjölfarið fylgir leikur í Breiðholtinu gegn liði Leiknis-manna en í þriðju umferð fær Skaginn lið Víkinga í heimsókn á Skipaskaga.


Ítarlega töfluröðun má sjá á vefsíðu KSÍ.

Til baka