Skaginn mætir Víkingum

16.05 2015

Sunnudaginn 17. maí fer fram 3. umferðin í Pepsi-deild karla en þá fá Skagamenn lið Víkinga í heimsókn á Norðurálsvöllinn en leikurinn hefst kl. 19.15. Aðalstyrktaraðili leiksins er Verslunin Nína.


Skagamenn unnu góðan útisigur á liði Leiknis í síðustu umferð á meðan að Víkingar gerðu jafntefli við lið Vals á heimavelli. Lið Víkinga sem er vel mannað er með Skagamanninn Ólaf Þórðarson í brúnni og má því búast við hörkuleik.


Ármann Smári Björnsson fyrirliði Skagaliðsins er bjartsýnn fyrir komandi átök: „Ég býst við hörkuleik gegn sterku Víkings-liði. Þeir eru með vel mannað og öflugt lið og eru taplausir hingað til í mótinu. Það er eins með þennan leik eins og alla aðra í deildinni að menn verða að vera á tánum frá fyrstu mínútu. Við mætum allavega vel stemmdir til leiks og fullir tilhlökkunar fyrir verkefninu.“ sagði fyrirliðinn í stuttu samtali við vefsíðu félagsins.


Upphitun fyrir alla stuðningsmenn Skagaliðsins verður í Safnaskálanum kl. 17.45 og skrúðganga með trommuslætti frá Safnasvæðinu hefst kl. 18.45.


Við hvetjum Skagamenn til þess að mæta í gulu treyjunni á morgunn á Norðurálsvöllinn og styðja Skagaliðið í baráttunni gegn Víkingum.

Til baka