Skellur gegn FH

21.05 2015

Skagamenn mættu meistarakandidötum FH í Kaplakrika í gærkvöldi.  Leikurinn endaði 4-1 fyrir FH eftir að staðan í leikhléi hafði verið 2-0.  FH-ingar töðuðu illa fyrir Val í síðustu umferð og komu af miklum krafti inní leikinn, sköpuðu sér nokkur hálffæri áður en Atli Viðar Björnsson skoraði fyrsta markið með skalla á 29.mín, hans 100. mark fyrir FH í efstu deild!  FH skoraði svo aftur á 39.mín eftir horn.  Skagamenn áttu sitt besta færi undir lok hálfleiksins þegar Ásgeir Marteinsson skaut framhjá úr góðu færi.  Í upphafi síðari hálfleiks komu Skagamenn sterkari til leiks án þess að skapa sér teljandi færi.  Arnór Snær Guðmundsson varð svo fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 57.mín og Jeremy Serwy bætti fjórða markinu við á 71.mín eftir stungusendingu inn fyrir vörn ÍA.  Arsenij Buinickij lagaði stöðuna fyrir ÍA á 79.mín með góðri afgreiðslu úr teignum, hans fyrsta mark í deildinni.  Ljóst er að lið FH er gríðarsterkt en okkar menn vita líka að þeir geta gert mun betur.  Næsti leikur er heimaleikur gegn Breiðabliki þriðjudaginn 26.maí.

Leikskýrslan á vef KSÍ er hér: http://www.ksi.is/mot/motalisti/leikskyrsla/?Leikur=362358

Viðtal við Gunnlaug þjálfara á Fótbolti.net er hér: http://fotbolti.net/news/20-05-2015/gulli-jons-vid-komum-ekki-hingad-til-ad-tapa-4-1

Til baka