Skin og skúrir í boltanum

11.08 2015

Í gærkvöldi tapaði meistaraflokkur karla hjá ÍA naumlega á Norðurálsvellinum fyrir FH en þeir sitja um þessar mundir á toppi deildarinnar með þriggja stiga forskot á næsta lið. Það var því fyrirsjáanlegt að þetta yrði hörkuleikur og að okkar menn þyrftu mjög góða frammistöðu til þess að ná fram sigri. Það tókst ekki að þessu sinni en mikil og góð barátta var samt sem áður í liðinu og á segja að aðeins hafi vantað herslumuninn (og kannski smá heppni) upp á að fá eitthvað út úr leiknum.

 

Garðar Bergmann Gunnlaugsson var valinn maður leiksins en hann skoraði meðal annars annað mark ÍA af miklu harðfylgi og glæddi heldur betur vonir allra viðstaddra. Listamaðurinn Þorgerður Sigurðardóttir gaf þetta fallega málverk og afhenti Garðari það eftir leikinn. Þorgerður er Borgnesingur en hefur búið á Akranesi frá 2002. Hún hefur teiknað frá því hún man eftir sér, tekið ýmis námskeið og lært hjá Myndlistarskóla Mosfellsbæjar. Þorgerður er með vinnuaðstöðu í Samsteypunni á Mánabraut á Akranesi ásamt 9 öðrum listamönnum. Hægt er að ná sambandi við Þorgerði í síma 472-1598 og í netfanginu olafur1409@gmail.com

 

Einnig er vert að þakka trommusveitinni fyrir aðkomu hennar að leiknum, þeirra framlag er mikilvægur liður í að byggja upp stemminguna á Norðurálsvellinum og við treystum því að stöðugt fleiri leggi þeim lið við það verkefni.

Til baka