Skráning í knattspyrnuæfingar 2015 er hafin

07.01 2015

Nú er komið að því að skrá knattspyrnuiðkendur í Nóra fyrir árið 2015.

 

Nú ættu flest ykkar að vera farin að kannast við Nórakerfið en þið sem þurfið aðstoð við skráningu megið gjarnan leita aðstoðar á skrifstofu félagsins. Eins og á fyrra ári þarf einungis að merkja við að þið viljið nota frístundastyrk Akraneskaupstaðar og þá lækkar æfingagjaldið strax og býður  Nóri bæði uppá greiðslu með kreditkortum eða greiðsluseðlum.  Hverjum greiðsluseðli mun fylgja 390 kr seðilgjald.  Íþróttabandalag Akraness (öll aðildarfélög ÍA) er með samning við Motus innheimtuþjónustu varðandi innheimtu greiðsluseðlanna og ef til vanskila kemur verður innheimta þeirra í höndum Motus, með þeirra reglum og skilmálum.

 

Við minnum á að hægt er að velja um að greiða æfingagjöld með eða án þátttöku í fjáröflunum félagsins, sem eru Norðurálsmótið og WC-sala (3 skipti). Norðurálsmótið verður haldið dagana 19.-21.júní í sumar. Við biðjum þá sem vilja taka þátt en verða ekki á Akranesi þessa helgi að hafa samband við skrifstofuna fyrir  1.maí og verður þeim þá úthlutað verkefni við hæfi.


Við hvetjum ykkur til að ganga hratt og örugglega frá skráningunni en ætlast er til að allir séu búnir að skrá sig fyrir 1.febrúar 2015. Ástæðurnar eru tvær, í fyrsta lagi er fyrsta WC-salan í byrjun febrúar og í öðru lagi þá mun félagið gefa öllum sínum iðkendum stuttbuxur sem verða afhentar í WC-sölu tvö í byrjun maí. Lokað verður fyrir skráningu í Nóra 15.febrúar 2015, eftir þann tíma er eingöngu hægt að skrá í gegnum skrifstofu.

 

Ábending: Þegar skráð er fleiri en eitt barn í Nóra er best að byrja á því barni sem er með lægsta æfingagjaldið, þannig að systkinaafslátturinn nýtist sem best.


Upplýsingar um æfingagjöld: http://www.kfia.is/flokkar/aefingargjold/
Aðgangur að Nóra: http://ia.is/vefiradildarfelog/almennt-um-ia/idkendavefur-ia/

 

Vinsamlegast farið vel yfir að upplýsingar ykkar í Nóra séu réttar, t.d. netföng og símanúmer

Til baka