Sky Sports Italy á ferðinni á Skaganum

20.03 2015

Sky Sports Italy voru á ferðinni á Skaganum í vikunni.  Þeir eru að vinna heimildarmynd um íslenska fótboltaundrið sem mun verða frumsýnd á Sky Sports Italy fimmtudaginn 26.mars.  Meðal efnis mun meðal annars vera heimsókn til Breiðabliks og ÍA, ásamt viðtali við Lars Lagerbäck landsliðsþjálfara.  Á Skaganum tóku þeir viðtöl við leikmenn og þjálfara meistaraflokks karla, mynduðu Norðurálsvöllinn og Akraneshöllina.   Að lokum var farið niður í Akranesvita, þar sem félagarnir dáðust að fallegu útsýni í allar áttir, ásamt flottu brimi.  Flott kynning fyrir okkur Skagamenn í alla staði.

 Meðfylgjandi mynd var tekin af Niccolo Omini þáttastjórnanda og tökumanni hans uppí Akranesvita.

Til baka