Slæmt 4:1 tap gegn Aftureldingu

25.06 2014

Stelpurnar mættu Aftureldingu í Pepsideildinni í gærkvöldi.  Leiknum lyktaði með 4:1 sigri Aftureldingar eftir að staðan hafði verið 3:0 í hálfleik.  Leikurinn í gær var því miður lélegasti leikur stelpnanna í sumar.  Afturelding gerði út um leikinn í fyrri hálfleik og það var eins og okkar stelpur mættu ekki til leiks.  Óöryggi var í vörninni, það vantaði baráttuanda, lítil hreyfing og lélagar sendingar ollu því að Afturelding var betri á öllum sviðum í fyrri hálfleik.   Skagastelpur komu miklu ákveðnari til leiks í seinni hálfleik og Guðrún Karítas skoraði fallegt mark á 53.mín.  En aðeins 4 mín síðar fór Ingunn Dögg í glæfralega tæklingu á markmanni Aftureldingar, sem orsakaði beint rautt spjald.  Einum færri var þetta erfitt og leikurinn datt niður eftir þetta.  Afturelding potaði svo inn einu marki í lok leiksins eftir misskilning í vörninni.

 

Nú er bara að safna kröftum fyrir næsta leik, sem er þriðjudaginn 1.júlí, en þá kemur ÍBV í heimsókn.

 

Nánari umfjöllum um leikinn er á fótbolti.net  http://fotbolti.net/game.php?action=view_article&id=1176 og viðtal við Dodda þjálfara  http://fotbolti.net/news/24-06-2014/thordur-thordar-glaefrataekling-ingunnar-for-med-leikinn

Til baka