Steinar með þrennu í stórsigri á Stjörnunni

29.01 2016

Lið ÍA og Stjörnunnar léku í gær um þriðja sætið í fótbolta.net-mótinu. Leikið var á Samsung-velli Stjörnumanna. Skagamenn léku afar vel í leiknum og sigruðu með sex mörkum gegn einu.

 

Byrjunarlið ÍA:

Árni Snær
Arnór Snær

Ármann Smári (f)

Gylfi Veigar

Hallur                                                       

Aron Ingi
Arnar Már

Arnór Sig.
Ásgeir

Steinar

Jón Vilhelm

 

Stjarnan byrjaði leikinn betur og það var Jeppe Hansen sem kom þeim yfir á 18.mín. Skagamenn létu það ekki á sig fá og Hallur Flosason jafnaði strax tveimur mínútum síðar með góðu skoti úr vítateig. Liðin skiptust á að sækja en Stjarnan skapaði sér betri færi en það var Arnar Már sem kom ÍA yfir á 40.mín með góðu marki eftir hornspyrnu Jóns Vilhelms. Steinar Þorsteinsson framherjinn ungi opnaði svo markareikning sinn í leiknum þegar hann skoraði glæsilegt mark á 44.mín. Staðan í hálfleik því 1-3 fyrir ÍA.

 

Skagamenn gerðu eina breytingu í hálfleik þegar Eggert Kári kom inná í staðinn fyrir Hall Flosason. Seinni hálfleikurinn byrjaði á sömu nótum og sá fyrri. Leiftrandi sóknarbolti var í hávegum. Eftir aðeins tvær mínútur komst Veigar Páll einn innfyrir vörn Skagamanna en Árni Snær varði glæsilega. Arnar Már skoraði sitt annað mark á 55.mín með góðum skalla eftir frábæra aukaspyrnu Arons Inga. Liðin héldu áfram að sækja en það var Steinar Þorsteinsson sem skoraði fimmta mark Skagamanna á 71.mín með glæsilegu skoti í stöng og inn. Steinar fullkomnaði þrennu sína á 80.mín með marki úr vítaspyrnu eftir að brotið var á Eggert Kára eftir glæsilega sókn. Lokatölur því 1-6 fyrir Skagamenn sem enda því í 3.sæti fótbolta.net-mótsins 2016.

 

Skiptingar:
46.mín Hallur út - Eggert Kári inn
66.mín Aron Ingi út - Ólafur Valur inn
82.mín Steinar út - Stefán Teitur inn
82.mín Arnór Snær út - Hafþór inn

Til baka