Stelpurnar mæta Þór/KA á Akureyri í kvöld.

26.08 2014

Stelpurnar mæta Þór/KA fyrir norðan í 14. umferð Pepsídeildarinnar í kvöld kl. 18:30 á Þórsvellinum

á Akureyri. Í síðasta leik voru stelpurnar að spila góðan bolta og því mjög óheppnar að tapa fyrir

Selfossi. Mikill stígandi hefur verið í spilamennsku stelpnanna og vonandi ná þær að fylgja því eftir

með góðum leik á erfiðum útivelli fyrir norðan.

Við óskum stelpunum alls hins besta og vonum að fólk eigi þess kost að sjá hörkuleik fyrir norðan.

Til baka