Stelpurnar mæta Aftureldingu á Norðurálsvellinum í dag

03.09 2014

Nú er komið að næst síðasta heimaleik stelpnanna í Pepsideildinni þetta árið.  Í dag kl. 18 mæta þær liði Aftureldingar sem situr í næst neðsta sæti og berst fyrir lífi sínu í deildinni.  Búast má við hörkuleik þar sem stelpurnar okkar eru staðráðnar í því að ná sínum fyrsta sigri í deildinni í dag.  Við hvetjum fólk til að mæta og styðja stelpurnar til sigurs!

Aðalstyrktaraðili leiksins er Endurskoðunarstofan Álit, Smiðjuvöllum 7, Akranesi, heimasíða: http://end.is

Í hálfleik verður að venju selt kaffi, kleina og happdrættismiði á aðeins 500 kr.  Dýrfinna Torfadóttir gullsmiður gefur happdrættisvinning eins og áður og rennur ágóðinn af sölunni til meistaraflokks kvenna.

Ingigerður Guðmundsdóttir gefur ÍA leikmanni leiksins fallegt keramikverk.

Áfram ÍA !

Til baka