Stelpurnar mæta Breiðabliki í dag !
22.09 2014Skagastelpur mæta Breiðabliki á Kópavogsvelli í dag kl. 17:15 í næst síðustu umferð Pepsideildar kvenna. Breiðablik situr í 2.sæti og á fræðilegan möguleika á að verða Íslandsmeistarar ef Stjarnan tapar báðum sínum leikjum sem eftir eru. Stelpurnar okkar munu þó ekki gefa neitt í þessum leik og láta Breiðablik virkilega hafa fyrir hlutunum. Fyrri leik liðanna á Norðurálsvellinum lauk með 0-1 sigri Breiðabliks.
Við hvetjum fólk til að taka túrinn til Kópavogs og styðja stelpurnar í síðasta útileik deildarinnar.
Áfram ÍA !