Stelpurnar mæta FH á Norðurálsvellinum á morgun, þriðjudag

28.07 2014

Stelpurnar mæta FH í sannkölluðum 6 stiga leik á Norðurálsvellinum á morgun kl. 19:15.  Með sigri getur FH nánast tryggt sæti sitt í deildinni en okkar stelpur ætla sér sín fyrstu stig á morgun.   Eins og kom fram á heimasíðunni fyrr í dag þá eru töluverðar breytingar á leikmannahóp ÍA framundan en þó má reikna með svipuðu byrjunarliði og í leiknum á móti Fylki í síðustu viku.  Fyrir leikinn er FH í 8.sæti með 8 stig en Skagastúlkur án stiga.    Við hvetjum fólk til að mæta á völlinn og styðja stelpurnar í áttina að fyrsta sigri sínum í sumar.  

Aðalstyrkaraðili leiksins er verslunin Model

Til baka