Stelpurnar mæta Fylki í Árbænum í kvöld
21.07 2014Stelpurnar okkar mæta Fylkisstúlkum í Árbænum í kvöld kl. 19:15. Þetta er fyrsti leikurinn í síðari umferð Pepsideildarinnar. Fyrri leik liðanna í upphafi móts lauk með naumum sigri Fylkis 1:0 í jöfnum leik. Vonandi ná okkar stelpur upp góðum leik í dag og þá er aldrei að vita en fyrstu stigin komi í hús.
Við hvetjum fólk til að fjölmenna í Árbæinn. Áfram ÍA !