Stelpurnar mæta KR í Pepsideildinni í kvöld kl. 19:15

19.07 2016

Meistaraflokkur kvenna heldur í Vesturbæinn í kvöld og mætir KR í Frostaskjóli kl.  19:15.  Leikurinn skiptir miklu máli í botnbaráttu deildarinnar og eru stelpurnar tilbúnar í slaginn.  Norski framherjinn Cathrine Dyngvold er komin með leikheimild og verður spennandi að sjá hvaða áhrif hún hefur á leik liðsins.  Mætum á KR völlinn og styðjum stelpurnar til sigurs.

Áfram ÍA !

Til baka