Stelpurnar mæta Selfossi á Norðurálsvellinum á morgun, fimmtudag kl. 19:15

13.08 2014

Stelpurnar mæta Selfossi á Norðurálsvellinum í 13. umferð Pepsideildarinnar á morgun kl. 19:15.  Í síðasta heimaleik gegn FH náðu stelpurnar í sitt fyrsta stig í deildinni og voru óheppnar að ná ekki í öll þrjú stigin í þeim leik.  Stelpurnar ætla að fylgja því eftir og stefna að sigri á morgun gegn sterku liði Selfoss sem er fyrir leikinn í 5.sæti deildarinnar.   

Aðalstyrktaraðili leiksins er Norðurál !

Í hálfleik, í leiknum í kvöld, verður hægt að kaupa kaffi, kleinu og happdrættismiða fyrir aðeins 500 krónur og rennur allur ágóði til meistaraflokks kvenna.
Happdrættisvinninginn gefur Dýrfinna Torfadóttir gullsmiður og verður dregið úr seldum happdrættismiðum í seinni hálfleik.
 

Elín Ólöf Eiríksdóttir gefur leikmanni leiksins olíumynd af Akrafjalli, sem einmitt prýðir myndina með þessari frétt.  Færum við henni bestu þakkir fyrir.

 

Fjölmennum á völlinn.  Áfram Skagamenn !

Til baka