Stelpurnar mæta Stjörnunni í Garðabæ í kvöld
14.07 2014Stelpurnar mæta Íslandsmeisturum Stjörnunnar í kvöld á Samsungvellinum í Garðabæ og hefst eikurinn hefst kl. 19:15. Þetta er síðasti leikurinn í fyrri umferð Pepsideildarinnar. Fyrirfram má búast við erfiðum leik fyrir okkar stelpur en Stjörnuliðið situr á toppi deildarinnar og hefur aðeins tapað einum leik það sem af er sumri. Okkar stelpur eru þó staðráðnar í að gefa allt í leikinn og veita Stjörnustelpum verðuga keppni. Við hvetjum folk til að mæta í Garðabæinn og styðja stelpurnar í verki.