Stelpurnar með jafntefli gegn Þrótti R.

02.05 2015

Skagastelpur mættu Þrótti í gær á gervigrasvellinum í Laugardal í síðasta leik sínum í Lengjubikarnum.  Leikurinn endaði 0-0 en þrátt fyrir markaleysi fengu Skagastelpur nóg af færum til að gera út um leikinn og áttu bæði skot í slá og stöng en inn vildi boltinn ekki. Þar með enduðu Skagastelpur í 4. sæti í riðlinum, sjá stöðuna hér http://www.ksi.is/mot/motalisti/urslit-stada/?MotNumer=33624

Næsti leikur er æfingaleikur gegn Grindavík á útivelli miðvikudaginn 6.maí.

Til baka