Stelpurnar sigruðu Fjölni í æfingaleik

21.12 2014

Stelpurnar í meistaraflokk léku sinn fyrsta og síðasta æfingaleik á árinu gegn Fjölni í Akraneshöllinni þann 19. Des. Þær unnu nokkuð sannfærandi sigur, 3-1.

Byrjunarliðið var þannig skipað:
Guðrún Valdís í markinu
Aníta Sól, Birta, Elínborg og Alex Bjarka skipuðu varnarlínuna
Gréta og Bryndís voru á miðjunni
Unnur Ýr og Eyrún voru á köntunum
Maren og Aldís Ylfa skipuðu framlínuna

Fyrsta mark leiksins kom snemma leiks en það skoraði Bryndís Rún með góðu skoti rétt fyrir utan teig eftir gott uppspil. Fjölnisstúlkur skoruðu annað mark leiksins eftir aukaspyrnu utan af velli. Birta Stefáns (sjá mynd með fréttinni) var ekki lengi að koma okkar stelpum yfir aftur með því að fylgja eftir aukaspyrnu Unnar, 2-1. Þannig var staðan í hálfleik en Þórður þjálfari var þó ekki sáttur með spilamennsku liðsins. Þær bættu úr því í síðari hálfleik og skoruðu þriðja markið sitt en það gerði Aldís Ylfa með góðu skoti eftir frábært spil upp völlinn.
Þórður gerði margar í seinni hálfleik og leyfði ungum stelpum að spreyta sig. Þær sem komu inn á voru Vilborg Júlía, Hulda Margrét, Hrafnhildur Arín, Unnur Elva, Linda María, Helga Marie, Sandra Ósk og Eva María.

Góður sigur hjá stelpunum og gott veganesti fyrir komandi átök í boltanum á næsta ári.

Til baka