Stelpurnar töpuðu gegn Stjörnunni í kvöld

30.06 2016

Meistaraflokkur kvenna spilaði við Stjörnuna í kvöld í sjöttu umferð Pepsi-deildarinnar. Stjörnumenn byrjuðu af miklum krafti og fengu ágæt færi sem þeir náðu ekki að notfæra sér. ÍA byggði á mjög sterkum varnarleik og áttu heimamenn í stökustu vandræðum með að opna vörn stelpnanna. Eftir því sem leið á hálfleikinn komst Stjarnan í betri færi og náði að skora tvö mörk. Skagamenn fengu fá færi í hálfleiknum en baráttan var samt til staðar. Staðan í hálfleik var 2-0.

 

Í seinni hálfleik héldu Skagamenn áfram að berjast en Stjörnumenn sýndu af hverju þetta er eitt allra besta lið landsins og beittu eitruðum sóknarlotum sem ÍA átti oft í erfiðleikum með. Stjörnumenn settu fjögur mörk í hálfleiknum og áttu einnig fleiri góðar sóknir sem ekki nýttust. Stelpurnar gerðu sitt besta í leiknum og áttu ágætar sóknarlotur sem ekki náðist að klára. Leikurinn endaði því 6-0 fyrir Stjörnuna.
 

Næsti leikur er gegn Val á Norðurálsvellinum sem fer fram föstudaginn 8. júlí kl 18:00. Við hvetjum Skagamenn til að mæta og styðja við bakið á stelpunum.

Til baka