Stelpurnar úr leik í Borgunarbikarnum
06.06 2015Meistaraflokkur kvenna hélt norður á Akureyri í gær og lék við Pepsideildarlið Þór/KA í 16 liða úrslitum Borgunarbikarnum í gærkvöldi. Leikið var innanhúss í Boganum á Akureyri. Skagastelpur spiluðu agaðan varnarleik og var ekkert mark skorað í fyrri hálfleik en í síðari hálfleik gáfu okkar stelpur eftir og fyrsta mark leiksins kom á á 52. mínútu og það gerði Sandra María Jessen. Á 68. mínútu kom Andrea Mist Pálsdóttir Þór/KA í 2-0 og Sandra María skoraði sitt annað mark í leiknum og þriðja mark Þórs/KA á 74. mínútu. Það var svo Kayla Grimsley sem skoraði fjórða og síðasta mark leiksins á 88. mínútu. Skagastelpur því úr leik í Borgunarbikarnum þetta árið. Næsti leikur er heimaleikur gegn HK/Víkingi laugardainn 13. júní, en það er einn af toppleikjum sumarsins.
Nánar um bikarleikinn á vef KSÍ hér: http://www.ksi.is/mot/motalisti/leikskyrsla/?Leikur=361978