Stórsigur hjá stelpunum

08.08 2015

Skagastúlkur tóku á móti Haukum í 1. deildinni í dag og unnu sannfærandi sigur 7-1 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 2-1.  Aníta Sól Ágústsdóttir og Unnur Ýr Haraldsdóttir skoruðu báðar þrennu í leiknum og Heiður Heimisdóttir gerði 1 mark.  Gríðarlega mikilvægur sigur hjá stelpunum á leið sinni að tryggja sér sæti í úrslitakeppni deildarinnar.  Næsti leikur er gegn ÍR/BÍ/Bolungarvík í Bolungarvík nk. föstudag.

Nánar um liðskipan o.fl á vef KSÍ hér: http://www.ksi.is/mot/motalisti/leikskyrsla/?Leikur=375365

Maður leiksins var Unnur Ýr Haraldsdóttir og fékk hún að gjöf fallegan munstraðan púða frá Borghildi Jósúadóttur, en hún hefur kennt textíl og stærðfræði við Grundaskóla síðan haustið 1984.  Við þökkum Borghildi góða gjöf.

Til baka