Stórsigur í fyrsta leik hjá kvennaliði ÍA

18.05 2013

Meistaraflokkur kvenna hóf íslandsmótið í 1.deild með glæsibrag. Þær sigruði nú síðdegis lið BÍ/Bolungarvíkur 9:0 í Akraneshöllinni.  

Staðan í hálfleik var 5:0.

Emilía Halldórsdóttir skoraði fjögur mörk í leiknum og síðan voru þær Guðrún Karítas Sigurðardóttir, Alexandra Björk, Eyrún Eiðsdóttir og Unnur Ýr Haraldsdóttir með eitt mark hver. En eitt mark var sjálfsmark.

Magnea Guðlaugsdóttir þjálfari var að vonum sátt í leikslok og sagði að fyrsta markið hefði komið strax á fjórðu mínútu og þá hefði tónninn verið gefinn og eftirleikurinn verið frekar auðveldur að þessu sinni..

Næsti leikur hjá stelpunum verður gegn Tindastóli á Akranesi n.k. föstudag.
 

Til baka