Strákarnir mæta Breiðabliki á mánudag !

10.07 2016

Fyrirhuguðum leik Breiðabliks og ÍA á Kópavogsvelli í 10. umferð Pepsideildar karla sem átti að vera í dag, sunnudag, hefur verið frestað til morguns kl. 19:15.  Ástæða seinkunarinnar er að Blikar eru nýkomnir heim frá Lettlandi eftir evrópuleik og eiga rétt á 48 tíma hvíld eftir heimkomuna.  Við hvetjum Skagamenn til að fjölmenna á leikinn á morgun í Kópavogi og styðja við bakið á strákunum.

Til baka