Svekkjandi tap gegn FH

20.05 2014

Skagastúlkur mættu FH í hörkuleik í kvöld í 2. umferð Pepsideildarinnar.  Leikurinn var jafn og spennandi en að endingumáttu stelpurnar okkur sætta sig við 2:0 tap gegn Hafnarfjarðarstúlkum.


Skagastúlkur mættu ákveðnar til leiks og náðu ágætum tökum áleiknum.   Liðið skapaði sér þokkalegfæri en gekk erfiðlega að koma skotum á markið. Guðrún Karítas fékk þó dauðafæri á 40. mín sem markvörður FH varðivel.  FH stúlkur skoruðu svo á 43. mínheldur klaufalegt mark þegar Halla markmaður náði ekki að bægja frá fyrirgjöfFH stúlkna.


Síðari hálfleikur hófst með mikilli baráttu eins og sáfyrri.   Ekki var mikið um færi þangað til Eyrún fékkdauðafæri um miðjan seinni hálfleik, en hún skaut yfir úr góðu færi.   Eftir þetta dró af Skagastúlkum og FH varbetri aðilinn það sem eftir lifði leiks. FH skapaði sér 3 góð færi sem Halla varði vel en á síðustu mínútuinnsiglaði FH sigurinn með skallamarki úr teignum.


Niðurstaðan svekkjandi tap eftir að hafa átt góð færi semekki nýttust í leiknum. 


Lið ÍA:  Halla Margrét,Laken, Birta, Valdís Marselía, Ingunn, Maren, Gréta, Eyrún, Áslaug, Heiðrún ogGuðrún Karítas.  Unnur Ýr inn fyrirÁslaugu á 46. mín og Bryndís Rún inn fyrir Heiðrúnu á 67. mín.


Næsti leikur Skagastúlkna verður gegn Val á Norðurálsvelliþriðjudaginn 27. maí.

Sjá einnig viðtal við Magneu á Fótbolti.net  http://fotbolti.net/news/20-05-2014/magnea-erum-ekki-nogu-heitar-fyrir-framan-markid og frekari umfjöllun um leikinn á Fótbolti.net http://fotbolti.net/game.php?action=view_article&id=1060

Til baka