“Sýndum góðan karakter gegn ÍBV” sagði Gunnlaugur Jónsson, þjálfari.

02.02 2015

Skagamenn sýndu góðan karakter þegar þeir sigruðu ÍBV í leik um fimmta sætið í Akraneshöllinni í gær.  ÍBV komst yfir strax á 9 mínútu og voru með yfirhöndina í fyrri hálfleik en það var helst Ásgeir Marteinsson sem var að ógna upp við mark Eyjamanna og það var hann sem fiskaði vítaspyrnu á lokamínútu fyrri hálfleiks, Garðar steig á punktinn en lét verja frá sér.   Eyjamenn komust tveim mörkum yfir eftir mistök í vörn Skagamanna um miðbik seinni hálfleiks. Hallur Flosason minnkaði muninn eftir flott einstaklingsframtak og þá kom líf í Skagamenn sem pressuðu Eyjamenn hátt og Garðar Gunnlaugsson jafnaði metinn eftir frábæra sendingu frá Jóni Vilhelm.   Þrátt fyrir fínar tilraunir heimamanna náðu þeir ekki sigurmarkinu og leikurinn réðst í vítaspyrnukeppni og þar gerðu heimamenn engin mistök - fyrstu fjórar vítaskyttur Skagamanna Árni Snær, Ásgeir, Jón Vilhelm og Arnar Már skoruðu meðan tvær skyttur Eyjamanna skutu himinhátt yfir.

Það var jákvætt að sjá Skagamenn ekki gefast upp þrátt fyrir að lenda tveimur mörkum undir og sérstaklega gaman að sjá hinn 18 ára gamla hægri bakvörð Árna Árnason koma sterkan inn í seinni hálfleikinn.

Byrjunarlið:
Árni Snær Ólafsson
Gylfi Gylfason - Guðlaugur Brandsson - Darren Louch - Ólafur Valur Valdimarsson
Jón Vilhelm Ákason - Arnar Már Guðjónsson - Hallur Flosason - Ásgeir Marteinsson
Garðar Gunnlaugsson - Eggert Kári Karlsson

Varamenn:
Árni Árnason - Ólafur Valur (45 m)
Teitur Pétursson - Darren Louch  (75 m)

Ónotaðir varamenn:
Albert Hafsteinsson
Oliver Bergmann
Kristófer Garðarsson
Páll Gísli Jónsson

Fjarverandi:
Þórður Þ. Þórðarsson (U21 æfingar) Ármann Smári Björnsson,Ingimar Elí Hlynsson, Arnór Guðmundsson og Sindri Snæfells meiddir.
 

Til baka