“Sýndum góðan karakter í leikjunum gegn Þrótti og HK” sagði Gunnlaugur Jónsson

12.06 2014

Eftir góða sigra gegn Þrótti frá Reykjavík og HK eru Skagamenn komnir á sigurbraut að nýju eftir óvænt tap gegn Víkingum frá Ólafsvík á dögunum þegar að því er virtist unninn leikur breyttist í tap á lokamínútunum.

 

Eftir ósanngjarnt tap gegn Víkingi frá Ólafsvík á dögunum, þá hlítur þú að vera sáttur með tvo síðustu leiki liðsins

"Ég var gríðalega sáttur með það að við komum sterkir baka eftir þessa taphrinu hjá okkur. Við komum mjög grimmir til leiks á móti Þrótti og unnum sterkan vinnslusigur gegn liði sem hafði ekki tapað stigi þegar kom að þessum leik. Ég var ósáttur með það að við skoruðum ekki fleiri mörk. En Skagamaðurinn Trausti Sigurbjörnsson stóð í marki Þróttara og kom í veg fyrir það með stórkostlegri markvörslu í leiknum. Mér fannst við sína góðan karakter í báðum leikjunum gegn Þrótti og HK., þó það sé fullt af atriðum sem við getum lagað."

 

Að margra mati var leikuinn gegn HK einn besti leikur liðsins það sem af er móti. Ert þú sammmála því.

 

"Ég var allavega mjög ánægður með fyrri hálfleikinn, þar réðum við því sem þar fór fram og skoruðum gott mark, við áttum reyndar að fylgja því eftir með öðru marki en verulega góður hálfleikur. Í seinni hálfleik fannst mér leikur liðsins ekki nógu heilsteyptur, okkur gekk verr að halda boltanum og HK gekk á lagið, kannski án þess að fá mikið af færum en mér fannst aftasta vörn okkar mjög sannfærandi og Árni var öryggið uppmálað fyrir aftan. Við náðum svo góðu marki sem var mikilvægt en við getum spilað betur sóknarlega í síðari hálfleik en við gerðum en það var fullt af punktum sem við getum tekið með okkur úr leiknum."

 

Sýnist þér deildin verða jöfn í sumar. Þar sem Leiknir og Þróttur hafa byrjað vel, sem fáir áttu von á.

 

"Ég bjóst við jöfnu móti en ég verð að viðurkenna að þetta er jafnara en ég átti von á, ég er klár á því að liðin sem eru í sætum 8-11,  Grindavík, Haukar, BÍ/Bolungarvík og KA eiga eftir að verað sterkari í næstu umferðum  þannig að við erum að verða vitni af mjög jöfnu móti og eins gott að menn mæta til leiks á tánum í hverjum einasta leik."

 

Næsti leikur er gegn botnliði Tindastóls fyrir norðan á laugardaginn. Hvernig leggst sá leikur í þig.

 

"Bara mjög vel, eftir tvö góð jafntefli hjá Stólunum hafa þeir tapað illa í síðustu tveimur umferðum og þeir munu klárlega selja sig dýrt gegn okkur í sínum fyrsta heimaleik sem þeir spila á Króknum. Við þurfum einfaldlega að mæta einbeittir til leik og vera klárir í slaginn gegn þeim."

Til baka