Tap gegn ÍBV

01.07 2014

Stelpurnar okkar mættu ÍBV í Akraneshöllinni fyrr í dag.  Lokaúrslit leiksins urðu 0:3 fyrir ÍBV.  Þrátt fyrir lokatölurnar var leikurinn jafn og færi á báða bóga.  Það voru fyrst og fremst klaufaleg mistök í vörninni, bæði í fyrsta og þriðja marki ÍBV sem gerðu út um leikinn.  Það verður því enn bið á því að stelpurnar nái í sín fyrstu stig í Pepsideildinni.

 

Leikurinn hófst með mikilli baráttu á báða bóga, okkar stelpur voru höfðu yfirhöndina til að byrja með en Eyjastúlkur unnu sig inn í leikinn og skoruðu fyrsta mark leiksins á 22.mín en þá komst Shaneka Gordon inní sendingu til markvarðar og skoraði auðveldlega.  Hún skoraði svo aftur af stuttu færi eftir hornspyrnu á 34.mín.   Okkar stelpur fengu 3 góð færi í hálfleiknum sem ekki nýttust.   Síðari hálfleikur var ekki nema 2ja mínútna gamall þegar ÍBV bætti þriðja markinu við eftir misskilning í vörn Skagastúlkna.  Enn var Shaneka Gordon á ferð og fullkomnaði þar með þrennu sína í leiknum.   Skagastúlkur gáfust þó ekki upp og héldu áfram að sækja og skapa færi en það vantaði herslumuninn að klára færin.  Það verður því enn bið á því að stelpurnar nái í sín fyrstu stig en Þórður Þórðarson þjálfari var nokkuð ánægður með leik liðsins sem vonandi mun nýtast liðinu í næsta leik, sem verður gegn Breiðabliki á Norðurálsvellinum 8.júlí kl. 19:15.

 

Sjá viðtal við Þórð á Fótbolti.net hér  http://fotbolti.net/news/01-07-2014/thordur-thordar-topum-leiknum-a-einstaklingsmistokum

Til baka