Tap gegn Blikum á Fotbolti.net æfingamótinu.

17.01 2015

Skagamenn töpuðu 0:3 gegn Blikum í öðrum leik sínum á Fótbolti.net æfingamótinu. Leikurinn fór fram í Fífunni í Kópavogi í morgun.

Eftir þessi úrslit er ljóst að Blikar eru nálægt því að vinna riðilinn eftir sigurinn en þeir sigruðu lið FH í fyrstu umferðinni.  Skagamenn eru með 3 stig eftir sigurinn gegn Þrótti í fyrstu umferð.
Lokaleikurinn hjá Skagamönnum  í riðlinum er gegn FH í Akraneshöllinni eftir viku

Byrjunarlið Skagamanna í leiknum var þannig skipað.

Árni Snær Ólafsson – Sindri Snæfells Kristinsson, Guðlaugur Þór Brandsson,  Gylfi Veigar Gylfason,  Aron Ingi Kristinsson – Hallur Flosason, Arnar Már Guðjónsson, Jón Vilhelm Ákason Þórður Þorsteinn Þórðarson - Garðar B. Gunnlaugsson, Ásgeir Marteinsson.

Nánar verður fjallað um leikinn síðar

Til baka