Tap gegn Breiðabliki og Stjörnunni

11.02 2016

Meistaraflokkur karla lék æfingaleik í Fífunni í gær gegn Breiðabliki.  Lokatölur þar urðu 1-0 Breiðabliki í hag og verða það að teljast sanngjörn úrslit miðað við gang leiksins.  Bæði lið leyfðu mörgum leikmönnum að spreyta sig í leiknum, sem fer í reynslubankann.

Meistaraflokkur kvenna lék gegn Stjörnunni í Akraneshöllinni í Faxaflóamótinu og urðu lokaúrslit 1-4 Stjörnunni í vil.  Fyrri hálfleikur var nokkuð jafn og jafnaði Unnur Ýr Haraldsdóttir metin á 31.mín eftir að Stjarnan hafði komist yfir.  Stjörnustúlkur skoruðu síðan tvö mörk undir lok fyrri hálfleiks og staðan í hálfleik 1-3.  Stjarnan var mun betri aðilinn í seinni hálfleik og skapaði nokkur færi en Ásta Vigdís í marki ÍA var góð og varði vel nokkrum sinnum.  Hún kom þó ekki í veg fyrir að Stjarnan innsiglaði sigurinn með marki á 82.mín.

Leikskýrsla leiksins má finna hér http://www.ksi.is/mot/motalisti/leikskyrsla/?Leikur=381631

Til baka