Tap gegn FH í lokaleik Faxaflóamótsins

19.02 2016

Meistaraflokkur kvenna lék í gærkvöldi sinn síðasta leik í Faxaflóamótinu þegar þær tóku á móti FH í Akraneshöllinni í gær.  Skagakonur áttu afar erfitt uppdráttar í leiknum sem endaði með 3-0 sigri FH.

 

Stelpurnar okkar riðu ekki feitum hesti frá Faxaflóamótinu þetta árið, aðeins einn sigur í fimm leikjum. Liðið fékk á sig 11 mörk en skoraði 5. En jákvæðu hliðarnar eru að stelpurnar fengu að reyna sig gegn sterkum andstæðingum, margir ungir leikmenn fengu tækifæri til að reyna sig og mótið hefur skilað sínu inn í reynslubankann.

 

Næsti heimaleikur hjá meistaraflokki kvenna verður æfingaleikur gegn ÍBV föstudagskvöldið 26. febrúar.

Til baka