Tap gegn HK í kvöld

15.08 2014

Skagamenn mættu HK í toppslag í Kórnum í kvöld.  Lokatölur urðu 2:1 HK í vil eftir að staðan hafði verið 1:0 í leikhléi.  Í fyrri hálfleik var leikurinn heldur tíðindalítill, mikið um baráttu en lítið um færi.  HK menn skoruðu þó fallegt mark á 20.mín með þrumuskoti eftir hornspyrnu en eftir það tóku Skagamenn heldur við sér og sóttu en þó án þess að skapa sér teljandi færi í fyrri hálfleik.  Síðari hálfleikur var ný byrjaður þegar Óli Valur þrumaði boltanum í stöngina og út.  En á 48. mín bættu HK menn öðru marki við og aftur var það með óverjandi þrumuskoti eftir langa sendingu inn fyrir vörn okkar manna.  Skagamenn tóku nú vel við sér og Garðar skoraði gott mark á 56. mín með góðu skoti úr teignum eftir fyrirgjöf frá Arnari Má.  Sóknarþungi Skagamanna hélt áfram og Garðar, Eggert og Hjörtur áttu allir góð færi sem ekki nýttust.  Niðurstaðan því 2:1 tap og bilið milli liðanna er nú aðeins 2 stig en með sigri í kvöld hefðum við getað náð 8 stiga forskoti á næstu lið.  Í næstu umferð mæta Skagamenn Tindastóli á heimavelli á meðan HK tekur túrinn til Víkinga í Ólafsvík.

Nánari umfjöllun um leikinn á Fótbolti.net er hér: http://fotbolti.net/game.php?action=view_article&id=1318

Viðtal við Garðar Gunnlaugs eftir leikinn hér: http://fotbolti.net/news/15-08-2014/gardar-gunnlaugsson-thetta-er-enn-i-okkar-hondum

Til baka