Tap gegn Íslandsmeisturum Stjörnunnar
14.07 2014Stelpurnar okkar mættu Íslandsmeisturum Stjörnunnar í síðasta leik fyrri umferðar Pepsideildar í kvöld. Lokatölur urðu 5:0 Stjörnunni í vil eftir að staðan í leikhléi hafði verið 4:0. Stjörnustelpur komu grimmar til leiks og skoruðu strax á 8.mín og bættu við þremur mörkum í viðbót í fyrri hálfleik á 21., 33. og 43. mín. Skagastelpur áttu þó ágætar sóknir inn á milli og fengu eitt gott færi í hálfleiknum þegar Maren Leósdóttir komst ein í gegn en markvörður Stjörnunnar varði vel með úthlaupi. Í síðari hálfleik jafnaðist leikurinn meira en Stjörnustúlkur bættu þó fimmta markinu við á 56.mín og þar við sat.
Stjörnustúlkur sýndu í þessum leik að það er ekki tilviljun að þær séu með 7 stiga forskot á toppi deildarinnar, en þær hafa unnið 8 leiki í röð eftir tap í fyrstu umferð. Okkar stelpur börðust vel allan leikinn en það dugði ekki til að þessu sinni gegn gríðarsterku liði Stjörnunnar.
Stelpurnar mæta næst Fylki í Árbænum mánudaginn 21. júlí.
Sjá viðtal við Þórð þjálfara á fótbolti.net hér:
og frekari umfjöllun um leikinn.