Tap gegn Val í jöfnum leik

08.08 2014

Skagastúlkur töpuðu 1:3 gegn Val í jöfnum leik í gærkvöldi.  Leikurinn byrjaði ekki vel fyrir okkar stúlkur þar sem Valur skoraði strax á 2. mín eftir darraðadans í teignum.  Valur bætti svo öðru marki við á 16.mín en þá vöknuðu Skagastúlkur og minnkuðu strax muninn á 23.mín með marki frá Bryndísi Rún Þórólfsdóttur, sem fylgdi á eftir skoti frá Maren Leósdóttur.  Leikurinn var í jafnvægi fram að hálfleik en í síðari hálfleik fékk Valur heldur hættulegri færi.  Vendipunkturinn leiksins var þó á 5 mín kafla í síðari hálfleik.  Á 57.mín fékk Gréta Stefánsdóttir sitt annað gula spjald og þar með rautt, en spjaldið var afar "ódýrt" miðað við það sem á undan hafði gengið í leiknum.  Skagastúlkur því einum leikmanni færri eftir það.  Á 62. mín var augljóslega tekin vítaspyrna af okkar stúlkum þegar keyrt var aftan í Eyrúnu Eiðsdóttur í teignum.  Okkar stúlkur héldu þó áfram að sækja og voru síst lakari aðilinn það sem eftir var leiks en Valur náði að innsigla sigurinn undir lok leiksins.

Nánari umfjöllun um leikinn á Fótbolti.net hér:  http://fotbolti.net/game.php?action=view_article&id=1300

Viðtal við Þórð þjálfara hér :  http://fotbolti.net/news/07-08-2014/thordur-thordar-gulu-spjoldin-vodalega-cheap

Viðtal við Maren Leósdóttur hér:  http://fotbolti.net/news/07-08-2014/maren-leos-domarinn-kludradi-thessu

Næsti leikur Skagastúlkna er á Norðurálsvellinum fimmtudaginn 14. ágúst.

Til baka