Tap hjá mfl.kvk gegn Keflavík

23.01 2017

Meistaraflokkur kvenna tapaði í gær gegn Keflavík í Faxaflóamótinu, 0-2 hér í Akraneshöllinni. Mörkin voru skoruð snemma í hvorum hálfleik.

 

Skagastúlkur voru meira með boltann, sóttu stíft og sköpuðu sér oft á tíðum ágæt færi en náðu þó ekki að valda markverði Keflavíkur miklum vandræðum. 

 

Næsti leikur ÍA í mótinu verður gegn HK/Víkingi í Kórnum, miðvikudaginn 25. janúar kl. 18:15.

Til baka